Áhugavert
14.04.2011 17:11:11 / Saelkeraklubbur-Ingunnar

Konfektkaka
Konfektkaka

 4 eggjahvítur

200 gr flórsykur

150 gr kokómjöl

 

Byrjið á því að þeyta eggjahvítur og flórsykur sel saman.... Setjið kókosmjöl varlega með sleif útí.

 

Þetta er bakað við 150°c í 30 mín.  ( þetta er einn botn)

 

krem

4 eggjarauður

60 gr smjör

60 gr flórsykur

100gr suðusúkkulaði

 

Þeyta eggjarauður, flórsykur og smjör vel saman... bræða súkkulaði og setja það volgt út í eggjahræruna.... Þetta krem á að vera þykkt.... Svo er kremið sett á kökuna ...líka hliðarnar.... Skeytt með Nóa konfekti... Sett í frysti og tekin svo út nokkrum klst áður en hún er borðuð

 

Verði ykkur að góðu

Sigrún

 » 3 hafa sagt sína skoðun

08.03.2011 12:44:31 / Saelkeraklubbur-Ingunnar

SvampbotnarSvampbotnar

Brauð og kökur

Góðir fyrir rjómatertur

Efni:

4 egg

120 gr. sykur

120 gr. hveiti

1 tsk. lyftiduft

Meðhöndlun

Egg og sykur þeytt saman þar til það er ljóst og létt þá er hveiti og lyftidufti bætt varlega út í.

 

Sett í 2 form og bakað í 30-40 mín.

170°

 

Skreyting á kökur

 

1 dl rjómi

200 gr suðusúkkulaði

heslihnetuflögur

 

Brjótið súkkulaðið niður í skál.  Hitið rjómann að suðumarki og hellið honum yfir súkkulaðið.  Hrærið þar til súkkulaðið er bráðnað og bráðin farin að þykkna.  Hellið súkkulaðinu óreglulega yfir kökuna.  Skreytið með heslihnetuflögunum. Látið kökurnar standa í a.m.k. 2 ½ klst. áður en hún er tekin úr forminu og borin fram

 


» 2 hafa sagt sína skoðun

15.11.2010 11:41:04 / Saelkeraklubbur-Ingunnar

Kryddskúffukaka


Kryddskúffukaka

 

200 gr smjör( hef bara smakkað hana með smjörlíki)

300 gr sykur

3 egg

400 gr hveiti1

1/2 tsk engifer

1 1/2 tsk kanill1

1/2 tsk negull

3 tsk lyftiduft1

1/2 dl kaffi

 

 hrært eins og formkaka

 

Uppskrift send frá Þórunni Elíasdóttir


» 12 hafa sagt sína skoðun

13.11.2010 23:37:29 / Saelkeraklubbur-Ingunnar

Brún Rúlla


Brún Rúlla

 • 3 egg
 • 1 dl og 1 msk sykur
 • 1 dl hveiti
 • 1 ½ msk kartöflumjöl
 • 2 tsk kakó
 • ½ tsk matarsódi

 

KREM

 • 150 gr smjörlíki
 • 125 gr flórsykur
 • 1 egg
 • ½ tsk vanilludropar

 

 • Hrærið saman egg og sykur þar til ljóst og létt
 • Sigtið þurrefnin saman við og blandið varlega með sleikju
 • Smyrjið á bökunarpappir og bakið við 230°c í 6-7 mínútur
 • Setjið kökuna á sykurstráðan bökunarpappír og setjið blautt stykki yfir
 • Þegar kakan er orðin köld er pappírinn tekinn af og kreminu smurt á
 • Rúllið kökunni upp

Uppskrift frá Gulla


» 0 hafa sagt sína skoðun

23.10.2010 12:11:38 / Saelkeraklubbur-Ingunnar

Gulrótarkaka.


Gulrótarkaka.

 

6 dl rifnar gulrætur

4 egg

4 dl hveiti

4 dl sykur

2 tesk kanill

2 tesk lyftiduft

2 dl matarolía

2 tesk matarsódi

2 tesk vanilludropar

 

Krem.

 

120 gr rjómaostur

60 gr smjör

4 dl  flórsykur

2 tesk vanilludropar

Hnetur eða möndlur til skrauts.

Bakað við 175°


» 0 hafa sagt sína skoðun

28.09.2010 13:52:13 / Saelkeraklubbur-Ingunnar

Rice Krispies


Rice Krispies

 • 150 g Síríus suðusúkkulaði (konsum)
 • 4 msk. Síróp
 • 75 g smjörlíki
 • 150 g Kellogg¹s Rice Krispies

 

Setjið súkkulaðið, smjörlíkið og sírópið í pott og bræðið saman við vægan hita. Blandið Rice Krispies út í pottinn og þekið það vandlega með súkkulaðiblöndunni. Útbúið stafi afmælisbarnsins, afmælisdaginn eða það sem hugmyndaflugið blæs í brjóst.

 

Uppskrift frá Gulla

 

 


» 14 hafa sagt sína skoðun

24.08.2010 12:19:51 / Saelkeraklubbur-Ingunnar

Súkkulaði kaka Inga


Súkkulaði kaka Inga 


300gr súkkulaði
200gr smjör
4 egg
...2 dl flórsykur
1 1/2 dl hveiti
1/2 tsk lyftiduft
ögn af salti.

Krem:
200gr súkkulaði
70gr smjör
2msk sýrop


» 13 hafa sagt sína skoðun

15.08.2010 23:30:03 / Saelkeraklubbur-Ingunnar

Ilmandi bláberjakaka með rjómaIlmandi bláberjakaka með rjóma

 

Botninn:

1 ½ bolli hveiti

½ bolli sykur

90 gr.smjör

1 eggjarauða

2 msk. Kalt vatn

Fylling:

500 gr bláber

½ dl.sykur

1 msk.maizenamjöl

Hráefninu í botninn er blandað saman í skál og hnoðað vel. Vatninu bætt smám saman út í. Látið deigið bíða klukkustund áður en því er þjappað í form. Þjappið upp með brúnunum og geymið smávegis til að leggja ofan á berin. Berjunum, sykrinum og maizenamjölinu blandað saman og hellt í botninn í forminu. Bakið í 15 mínútur við 180°c. Ef kakan dökknar hratt má setja álpappír yfir síðustu mínúturnar.

 

Uppskrift úr Fréttablaðinu


» 12 hafa sagt sína skoðun

11.08.2010 16:10:59 / Saelkeraklubbur-Ingunnar

Hveitikímpizza og Sælkeraskúffa


Hveitikímpizza og Sælkeraskúffa

-       Að hætti Bergþóru og Hannesar

Hveitikímpizza fyrir tvo

Fyrst er pizzabotninn bakaður en til að baka hann þarf:

150 gr.hveitiklím

10-15 gr. Sesamfræ

Oregano og pizzakrydd

Vatn

Hveitiklímið og sesamfræin eru blönduð saman með vatni – best er að nota gaffal til að hræra þessu saman þar til kímið er svipað á þykkt og hafragrautur – oregano kryddið og pizzakryddið sett útí eftir smekk.

Botninn er svo flattur út á ofnplötuna en það þarf að setja smjörpappír á plötuna og spreyja með Pam spreyji svo botninn festist ekki á plötunni. Botninn bakaður í 20 mínútur við 180 °c.

 

Ofan á pizzabotninn:
Makið botninn með pizzasósu

álegg

Kryddið með oregano eða öðru eftir smekk

Og dreifið svo Mosarella osti yfir

Skellið pizzunni inn í ofn í ca 10 mín eða þar til osturinn er bráðinn.

Pizzan er látin kólna í svona 3-5 mínútur, þá er hráskinka sett á, svo klettasalatið og paramesan osti stráð fir og hvítlauksolíu eftir smekk.

 

Sælkeraskúffa

Eftirréttur

Botninn:

8-10 msk. Smjör

200 gr. Síríus suðusúkkulaði

6 egg

6 dl. Sykur

3 dl. Hveiti

2 tsk. Salt

2 tsk. Vanilludropar

Aðferð við botn.

Bræðið súkkulaðið og smjörið í vatnsbaði, þeytið eggin í þétta froðu, bætið sykrinum út í og hrærið vel. Bætið þurrefnunum út í, síðan brædda súkkulaðinu og vanilludropunum. Hellið í ferkantað form (u.þ.b.25 cm í þvermál) eða litla skúffu og bakið við 175 °c í 15-17 mínútur.

Karamellusósan:

12 msk smjör

3 dl. Púðursykur

6 msk rjómi

100 gr.kasjúhnetur

450 gr síríus suðusúkkulaði

Aðferð við karamellusósu:

Hitið smjörið og sykurinn að suðu. Hitið í 1 mínútu og hrærið stöðugt í á meðan. Takið af hellunni og kælið lítið eitt áður en rjóminn er settur saman við. Stráið kasjúhnetum gróft söxuðum yfir hálfbakaðan botninn, hellið karamellusósunni yfir og bakið í 15 mínútur í viðbót. Stráið brytjuðu súkkulaðinu yfir heita kökuna. Kælið kökuna og skerið í litla bita.

 

Uppskrift úr Grafarvogsblaðinu


» 26 hafa sagt sína skoðun

02.06.2010 11:20:26 / Saelkeraklubbur-Ingunnar

Gulrótarkaka með skyrkremi og kotasælu m/ananas


Gulrótarkaka með skyrkremi og kotasælu m/ananas

 
Innihald:
175 g sykur
4 egg
1 dl súrmjólk
1 dl grænmetisolía
1 tsk vanilludropar
125 g hveiti
2 tsk lyftiduft
1 tsk salt
1 tsk kanil
250 g gulrætur - rifnar
1 dl valhnetur - hakkaðar (má sleppa)
250 g kotasæla m/ananas 
1,5 dl kókosmjöl

Aðferð:
Þeytið eggin og sykurinn vel saman. Bætið svo súrmjólkinni, olíunni og vanillunni saman við. Blandið hveiti, lyftidufti, salti og kanil í skál og bætið svo saman við eggjablönduna og hrærið vel. Hellið því næst rifnum gulrótum, hökkuðum valhnetum, ananas og kókos ofan á deigið og hrærið vel. Setjið í hringlaga smelluform 22 cm í þvermál. Bakið í 55 mínútur við 175°C
Kælið og smyrjið kreminu ofan á.


Krem:
150 g rjómaostur
50 g smjör
250 g flórsykur
150 g skyr.is með ferskjum og hindberjum

Aðferð:
Þeytið saman rjómaost, smjör og flórsykur þar til það er orðið létt og ljóst, bætið skyrinu varlega í og smyrjið yfir kökuna og kælið.» 15 hafa sagt sína skoðun

23.02.2010 00:07:48 / Saelkeraklubbur-Ingunnar

Appelsínukaka.


Appelsínukaka.

200 gr. sykur
2 stk. egg
1 dl. mjólk
100 gr. smjör
200 gr. hveiti
1/2 msk. lyftiduft
börkur af einni appelsínu eða bara dropar
Hjúpur.

300 gr. suðusúkkulaði
2 msk. appelsínusafi 
30 gr. smjör
                                                                                                    
Sykur og egg eru þeytt mjög vel saman, mjólk og brætt smjörið, hveiti, lyftiduft og appelsínubörkurinn (droparnir) sett saman við og þeytt áfram ca. eina mínútu. Sefjið deigið í 26 cm. hringform, bakið við 180°C í 35-40 mín. og kælið.  Bræðið saman súkkulaði, smjör og appelsínusafann (dropana) þar til allir kekkir eru horfnir  og smyrjið yfir kökuna.


» 3 hafa sagt sína skoðun

13.02.2010 15:52:20 / Saelkeraklubbur-Ingunnar

Bananaostakaka


Bananaostakaka


Botn
225 g mulið hafrakex
1 tsk engifer
50g brætt smjörlíki

Fylling
225 g kotasæla
1 1/2 dl jógúrt
1 msk hunang
3 stappaðir bananar
safi úr hálfri sítrónu
2 tsk matarlímsduft

Botn
Öllu blandað saman og sett í bökunarmót, kælið.

Fylling
Öllu hrært saman, matarlímið leyst upp í 2 msk afheitu vatni í vatnsbaði og blandað saman við blönduna. Hellið hrærunni yfir botninn, kælið


» 16 hafa sagt sína skoðun

09.02.2010 16:17:18 / Saelkeraklubbur-Ingunnar

Rice Crispies kökur, tvær gerðir :)


Rice Crispies kökur

100 g súkkulaði
60 g smjörlíki
3-4 msk síróp
100 g Rice Crispies
Bræðið smjörlíki og súkkulaði saman í potti.
Bætið sírópi út í.
Setjið Rice Crispiesið út í.
Hræið þessu vel saman.
Setjið í litil form.
Verði ykkur að góðu!

Rice Krispies kökur.

Þessar Rice Krispies kökur hafa slegið í gegn í öllum veislum þar sem börn eru meðal gesta, fullorðna fólkið kann einnig að meta þær. Hentar einnig vel í kransaköku eða tertubotn.
Innihald
500 gr. Nóa Síríus súkkulaði
1 ds. Síróp (grænu dósirnar).
150 gr. Smjör
280 gr. Rice Krispies

Aðferð
Setjið saman í pott smjör, síróp og súkkulaði og hitið þar til súkkulaðið er vel bráðið, hrærið stöðugt í á meðan. Bætið Rice Krispies saman við og hrærið vel í svo allt blandist vel.

Muffinskökur: Góð teskeið sett í hvert muffinsmót og látið kólna.

Tertubotn: Tertuform smurt vel og fyllt með deiginu og látið kólna.
Oft settur á svamp-tertubotn með rjóma og ávöxtum á milli.

Kransakaka: Setjið í vel smurð kransakökuform og látið kólna. Hringirnir settir saman með bráðnu súkkulaði og skreyttir að vild.


» 2 hafa sagt sína skoðun

01.01.2010 15:15:54 / Saelkeraklubbur-Ingunnar

Veisluterta fyrir 40-50 manns.


Veisluterta fyrir 40-50 manns.

2 stórir svampbotnar.
Uppskriftin sem ég nota er:
4 stk. egg
150 gr. sykur
100 gr. hveiti
50 gr. kartöflumjöl
1 tsk. lyftiduft
Aðferð: Þeytið vel saman egg og sykur, sigtið þurrefni saman við og blandið saman með sleikju. Passar í 2 26 cm. form. Bakað við 230°C í 8-10 mín.
Sennilega þarf 3-4 falda svona í stóra botna (ofnskúffustærð)
Fylling:
20 matarlímsblöð
7 dl. Perusafi
20 eggjarauður
20 msk. Sykur
400 gr. Brætt suðusúkkulaði
2 L þeyttur rjómi
4 dósir perur (450 gr.) sneiddar niður
2 L þeyttur rjómi til skreytingar.
Aðferð: Matarlímið er brætt í 1 dl af perusafa yfir vatnsbaði.
Hræra rauður og sykur saman þar til ljóst og létt.
Blanda súkkulaðinu útí og síðan mataarlíminu að lokum þeytta rjómanum .
Svona gerum við:
1.Klæða pappakassa með álpappír.
2.Leggja annann botninn í.
3.Dreifa perum yfir og hella 6dl af perusafa yfir.
4.Setja helminginn af súkkulaðimúsinni yfir.
5.Leggja hinn botninn ofaná og setja restina af músinni.
6.Leggja fat eða spegil ( nú eða það sem tertan á að standa á ) ofaná
kassann og snúa.
7.Fjarlægja kassann og sprauta rjóma utaá og smyrja ofaná.
8.Skreyta t.d. með súkkulaðiskrauti, myntu og dassa kakó yfir.

Þetta er tilvalin terta í stærri veislur (afmæli og þ.h.)
Eins má nota blandaða ávexti (kokteilávexti) ef vill.


» 12 hafa sagt sína skoðun

01.01.2010 14:37:52 / Saelkeraklubbur-Ingunnar

Amerísk lagterta


Amerísk lagterta
frá Sigrúnu Sigmars

8 bollar hveiti
6 bollar sykur
4 bollar súrmjólk
400 gr brætt smjörlíki
6 egg
4 tsk natron
2 tsk brúnkökukrydd
5 msk kakó
2 tsk negull


Öllu hrægt saman.

Skiptið deginu í 4 parta og bakið í skúffu klædda með smjörpappír við 175°c í 15-20mín hverja skúffu.
Þegar öll lögin eru orðin köld gerið þá smjörkrem og setið á milli laganna

Verðið ykkur að góðu
kv
Sigrún

» 0 hafa sagt sína skoðun

Síður: 1 2 3 4
Heimsóknir
Í dag:  183  Alls: 633523
Klukkan