Áhugavert
20.01.2011 20:21:35 / Saelkeraklubbur-Ingunnar

Heitt rúllubrauð


Heitt rúllubrauð

 

1 rúllutertubrauð

1 dós sveppaostur

½ dós aspas

250 gr skinka

2 eggjahvítur þeyttar

2 msk majones

rifinn ostur

 

Velgið sveppaostinn og þynnið með aspassafanum, kælið blönduna. Skerið skinku og aspas í bita og blandið saman við ostinn. Smyrjið blöndunni á rúllutertubrauðið og rúllið því upp, látið samskeytin snúa niður, smyrjið þeyttu eggjahvítunni yfir og bakið brauðið í 15 mín við 180°1C. Berið fram.

 


» 11 hafa sagt sína skoðun

23.10.2010 12:14:46 / Saelkeraklubbur-Ingunnar

Heit rúllubrauðterta


Heit rúllubrauðterta

 

Efni:
1 stk rúllutertubrauð
1/2 dós vogaídýfa m/kryddblöndu
1/2 dós aspas
5-7 sneiðar smátt skorin skinka
1/4 dós ananas, smátt skorin
1 dós sveppaostur smátt skornir sveppir e smekk
Season all krydd e smekk eða annað krydd

MeðhöndlunSléttið úr rúllutertubrauðinu. Vogídýfu, sveppaosti og safa af aspas er blandað saman. Aspas, skinku, ananas og sveppum bætt út í blönduna ásamt kryddi. Öllu þessu er raðað ofan á brauðið, að sjálfsögðu er svo brauðinu rúllað aftur saman. Bakast við 225 gráður C þar til osturinn er bráðnaður og hefur fengið fallegan gullbrúnan lit.

 

Uppskrift frá Gulla


» 8 hafa sagt sína skoðun

07.06.2010 12:12:05 / Saelkeraklubbur-Ingunnar

Brauðterta með MIlls-kavíar


Brauðterta með MIlls-kavíar

1 gróft brauð, skorið í sneiðar eftir endilöngu, skorpa skorin frá
1 túpa af Mills-kavíar með rjómaosti, 170 gr
1 lárpera
2 msk.Philadelpia-rjómaostur
½ túpa Mills-kavíar
2-3 egg, harðsoðin og söxuð
150 gr surimi-krabbakjöt, saxað, takið nokkra heila bita frá til skrauts
½ agúrka, söxuð

Leggið eina brauðlengju á fat eða bakka. Smyrjið lagi af Mills-kavíar með rjómasti ofan á, notið u.þ.b. helminginn úr túpunni. Maukið lárperu gróft og blandið Philadelpia-rjómaosti saman við. Takið smávegis af lárperumaukinu frá til að setja ofan á tertuna og smyrjið síðan afganginum af því á brauðlengjuna. Leggið aðra brauðlengjuna ofan á. Smyrjið með Mills kavíar og dreifið söxuðum eggjuð yfir. Leggið lengju af brauði ofan á og smyrjið með afganginum af Mills kavíar með rjómaosti, setjið surimi-krabbakjöt og agúrku ofan á. Leggið eina brauðlengju ofan á að lokum. Smyrjið brauðtertuna að utan með sýrðum rjóma og þekið hliðarnar með söxuðu káli. Skreytið með lárperumauki, papriku, surimi og kirsuberjatómötum.

Skraut ofan á:
1 dl sýrður rjómi
¼ haus jöklasalat
40 gr klettakál
¼ gul paprika
¼ rauð paprika
Nokkrir kirsuberjatómatar

Hér er saxað kál sett á hliðarnar á brauðtertunni. Það gerir hana létta og skemmtilega og eftirleikurinn við skreytingu ofan á verður aðveldari.


» 1 hafa sagt sína skoðun

25.05.2010 12:22:50 / Saelkeraklubbur-Ingunnar

Rúlluterta með fetaosti, hráskinku og klettasalati


Rúlluterta með fetaosti, hráskinku og klettasalati

200 gr mjúkur rjómaostur
1 dós sýrður rjómi
½ - 1 dós fetaostur
Rjómi til að þynna með
1 poki af klettasalati
1-2 bréf hráskinka
Salt og svartur pipar eftir smekk

Blandið rjómaosti, sýrðum rjóma og fetaosti saman og þynnið með rjómanum. Smakkið til með salti og pipar. Smyrjið blöndunni á rúllutertubrauðið, en skilið smá eftir til að nota til skreytingar. Grófsaxið klettasalatið og dreifið um helminginn af því yfir kremið. Leggið síðan hráskinkusneiðarnar yfir kremið og rúllið upp.

Skreytið svo með kreminu og klettasalati og smá papriku ef vill.


» 11 hafa sagt sína skoðun

13.02.2010 15:53:25 / Saelkeraklubbur-Ingunnar

Laxabrauðréttur.


Laxabrauðréttur.

1 dós sýrður rjómi
3 msk. majónes
2 tsk. dijon sinnep
1 tsk. hunang
1 tsk. timjan
300 gr. reyktur lax
4 stk. harðsoðin egg
1/2 rauð paprika
1/2 laukur
1 lítil dós ananaskurl
1/2 formbrauð

Hrærið samna sýrðum rjóma, majónesi og 3-4 msk af ananassafa. Blandið sinnepi og hunangi samanvið og kryddinu. Skerið laxinn, paprikuna og eggin í grófa bita. Saxið laukinn smátt og blandið saman við ásamt ananaskurlinu. Rífið brauðið niður og blandið öllu saman. Gott eitt og sér eða með ristuðu brauði.

» 2 hafa sagt sína skoðun

31.12.2009 13:48:18 / Saelkeraklubbur-Ingunnar

Fyllt laxa brauð


Fyllt laxa brauð
Fyrir 4-6

1 poki Hatting brauðbollur, grófar
1 msk olía
8 egg
2 msk rjómi
1 msk graslaukur, saxaður
1 ½ msk dill, saxað
Svartur pipar
Salt
400 gr reyktur lax eða silungur, skorin i bita
2 msk sýrður rjómi
1 sítróna
Hitið brauðbollur í ofni skv. Leiðbeiningum á poka. Hitið á meðan olíu á pönnu við vægan hita og hrærið egg vel saman í skál. Setjið eggjahræruna á pönnuna og hrærið stanslaust í með gaffli eða þeytara í u.þ.b. 3-4 mínútur, eggin mega alls ekki brenna. Bætið rjóma og kryddi saman við eggjahræruna, blandið öllu vel saman og takið pönnuna af hitanum. Skerið toppinn af brauðunum og takið innan úr þeim þannig að eftir sé í raun einungis skorpan. Fyllið brauðin með eggjahrærunni, setjið laxabita ofan á og síðan örlitinn sýrðan rjóma. Kreistið að lokum smávegis af sítrónusafa yfir og tyllið lokunum ofan á brauðið. Einnig er gott að setja örlitið af rósapipar yfir í lokin. Berið fram með góðu salati. Þessi réttur er frábær í lúxus brunch.

» 0 hafa sagt sína skoðun

31.12.2009 02:41:57 / Saelkeraklubbur-Ingunnar

Royal brauðterta


Royal brauðterta

250 gr hveiti
4 ½ tsk lyftiduft
1 tsk salt
2 msk sykur
40 gr smjörlíki
2 ½ dl mjólk
2 stk egg
Blandið saman þurrefnunum, eggjunum og bræddu smjörlíkinu, þynnið með mjólkinni. Bakið á pönnukökupönnu við mjög vægan hita. Kökurnar smurðar með smjöri. Þrjár kökur lagðar saman með mismunandi tegundum af salati á milli. Síðan er tertan skreytt eftir vild.

Gömul uppskrift

» 0 hafa sagt sína skoðun

31.12.2009 00:11:32 / Saelkeraklubbur-Ingunnar

Gráðaostarúlla


Gráðaostarúlla

Fljótlegt og gott og bráðnar í munni.
125 gr gráðaostur
½-1 blaðlaukur, grófsaxaður
1 ½ dós sýrður rjómi
1 rúllutertubrauð
Rifinn ostur
Hitið ofninn í 200°c. Myljið gráðaostinn í skál, bætið blaðlauknum og sýrða rjómanum við og hrærið saman. Smyrjið blöndunni á rúllutertubrauðið og rúllið upp. Stráið rifnum osti yfir og bakið í 15-20 mínútur.

» 0 hafa sagt sína skoðun

30.12.2009 01:21:52 / Saelkeraklubbur-Ingunnar

Laxabrauðréttur.


Laxabrauðréttur.

1 dós sýrður rjómi
3 msk. majónes
2 tsk. dijon sinnep
1 tsk. hunang
1 tsk. timjan
300 gr. reyktur lax
4 stk. harðsoðin egg
1/2 rauð paprika
1/2 laukur
1 lítil dós ananaskurl
1/2 formbrauð

Hrærið samna sýrðum rjóma, majónesi og 3-4 msk af ananassafa. Blandið sinnepi og hunangi samanvið og kryddinu. Skerið laxinn, paprikuna og eggin í grófa bita. Saxið laukinn smátt og blandið saman við ásamt ananaskurlinu. Rífið brauðið niður og blandið öllu saman. Gott eitt og sér eða með ristuðu brauði.

» 0 hafa sagt sína skoðun

28.12.2009 14:39:14 / Saelkeraklubbur-Ingunnar

Möggu brauðterta


Möggu brauðterta

1 dós majones (litil)
1 sveppaostur (smurostur)
Sætt sinnep, eftir smekk
Skinkubréf
4-5 egg
Allt hrært saman.
Salatið sett ofaná kringlótt brauðtertubrauð og ostur yfir og svo hitað inn í ofni. Líka er hægt að setja brauðsneiðar í eldfast mót og ost yfir og svo hita það inn í ofni.
Má frysta.

» 0 hafa sagt sína skoðun

28.12.2009 00:56:10 / Saelkeraklubbur-Ingunnar

Skinku og hangikjötsbrauðterta Dæju


Skinku og hangikjötsbrauðterta Dæju

Salat 1:Majones, skinka (skorin í bita), ferskjur í dós (stappaðar) og 2-3 egg, allt blandað saman og kryddað með seson all og smá aromat, eða eftir smekk hvers og eins

Salat 2:Majones, hangikjöt (skorið í bita), gulrætur frá ORA, (stappaðar) og 2-3 egg, allt blandað saman og kryddað með seson all og smá aromat, eða eftir smekk hvers og eins

Brauðtertubrauð (skorpan skorin af), gott er að bleyta upp í brauðinu með safanum af ferskjunum og setja svo salat á til skiptis á brauðið, hægt er að skreyta brauðtertuna svo eftir smekk með gúrkum, tómötum, eggjum til hliðanna og svo gulrótum og ferskjum ofaná með upprúllaðri skinku.

 

» 0 hafa sagt sína skoðun

27.12.2009 23:09:39 / Saelkeraklubbur-Ingunnar

Lindu rúlluterta


Lindu rúlluterta

1 - 2 rúllutertubrauð (fínt eða gróft)
3-4 eggjahvítur
1 msk majones á móti hverri eggjahvítu
Eggjahvíturnar eru stífþeyttar og majones síðan hrært varlega saman við með gaffli, kryddað með Top Shop
Fylling: 1 pakki hrísgrjón (soðin), 3-4 msk. Majones, skorin skinka (ca ½-1 pakki), kurlaður ananas og Top Shop krydd.
Allt hrært saman og sett inní rúllutertubrauðið, eggjahvítufroðunni er síðan smurt á og brauðið síðan sett inn í ofn í 180°c í 15-20 mínútur

Ein rosalega góð frá Lindu systir


» 0 hafa sagt sína skoðun


Heimsóknir
Í dag:  96  Alls: 629383
Klukkan